Tix.is

Um viðburðinn

„Ávarp undan sænginni" - Útgáfutónleikar á Jazzhátíð Reykjavíkur 2021

Í ágúst kemur út ný söngplata með lögum sem Tómas R. Einarsson hefur gert við kvæði ýmissa skálda. Efni ljóðanna er ást og tregi og söknuður. Tónlistin er fremur hæg en innan þess rúmast djassvals, rokkaður latínblús, swing og bóleróar og ballöður.

Ragnhildur Gísladóttir syngur öll lögin en hljóðfæraleikarar eru auk bassaleikarans Tómasar þeir Ómar Guðjónsson á gítar, Davíð Þór Jónsson á píanó og hammondorgel og Magnús Trygvason Elíassen á trommur og slagverk.

Titill plötunnar, Ávarp undan sænginni, er sóttur í samnefnt ljóð Kristínar Svövu Tómasdóttur: ...Er þessi dagur bæði upphaf og endir / eins og honum ber að vera / eða hlykkjast hann eftir hringveginum / eins og dagarnir á undan honum / og dagarnir á undan dögunum á undan honum...?

Ragnhildur Gísladóttir : rödd
Tómas R. Einarsson : kontrabassi
Ómar Guðjónsson : gítar
Davíð Þór Jónsson : píanó
Magnús Trygvason Eliassen : trommur / slagverk

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Högni Egilsson 4tet

Högna Egilsson þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hann hefur verið meðlimur hinnar vinsælu hljómsveitar Hjaltalín síðan 2007 og síðar Gus Gus ásamt því að gefa út sólóplötuna „Two Trains“ árið 2017. Undanfarin ár hefur Högni einnig getið sér gott orð fyrir tónlist fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir.

Högni Egilsson kemur nú fram í fyrsta sinn á Jazzhátíð Reykjavíkur og leiðir kvartett sem er nýstofnaður og flytur glænýtt frumsamið efni eftir hann sjálfan.

Högni Egilsson : söngur / píanó
Jóel Pálsson : tenór saxófónn
Nico Moreaux : kontrabassi
Einar Scheving : trommur