Tix.is

Um viðburðinn

Broken Cycle Trio (DE/IS/US)

Tríóið Broken Cycle samanstendur af saxófónleikaranum Angelika Niescier frá Köln, Þýskalandi, gítarleikaranum Hilmari Jenssyni frá Reykjavík og bandaríska trommuleikaranum Scott McLemore. Tónlist þeirra má lýsa sem skipulagðri óreiðu sem fetar jafnvægi milli frelsis og forms.

Jómfrúar-album þeirra, “Broken Cycle”, leit dagsins ljós árið 2015 og hlaut glimrandi dóma frá alþjóðlegum jazzmiðlum eins og Jazz 'n' More í Sviss, Jazzrytmit í Finland, Jazz Convention in Italy og var valið á Europe Media Chart fyrir útgáfur mánaðarins af Jazz Special í Danmörku. Þau hafa komið fram á Íslandi og meginlandi Evrópu og eru um þessar mundir að vinna að næstu úgáfu.

Bæði Hilmar og Scott eru vel þekktir meðal íslenskra jazzunnenda, en þrátt fyrir að Angelika hafi nokkrum sinnum komið fram á Íslandi eru trúlega ekki margir sem gera sér grein fyrir því að hún er einn virkasti jazzleikari þýsku jazzsenunnar. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna þar á meðal ECHO Jazz Award árið 2010 og hin mikils virtu German Jazz Prize 2017 og hafa plötur hennar hlotið mikið lof gagnrýnenda innanlands sem utan. “Sublim III” er talin besta þýska hljóðritunin yfir 10 ára tímabil af Jazzthing Magazine og tímaritið valdi hljóðritun hennar “Quite Simply” sem útgáfu ársins 2011.

Angelika Niescier (DE) : saxófónn
Hilmar Jensson (IS) : gítar
Scott McLemore (US) : trommur

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

„In Orbit“ - Útgáfutónleikar á Jazzhátíð Reykjavíkur 2021

Íslensk/norski jazzkvartettinn ASTRA er nokkuð nýr af nálinni og var stofnaður með það í huga að hnýta saman íslensku og norsku jazz senuna með því að skapa samvinnu sem væri einstök og landamæralaus. Þeir Sigurður Flosason saxafónleikari og Andrés Þór gítarleikari í samstarfi við norska bassaleikarann Andreas Dreier og trommuleikarann Anders Thorén hljóðrituðu sína fyrstu plötu „In Orbit“ í janúar 2020 sem kom út hjá norsku AMP plötuútgáfunni í mars 2021. Á plötunni er að finna ný lög og spuna sem spinna sögusvið sem snýr að því að fanga himingeiminn og eilífðina í tónaljóðum. Á tónleikunum á Jazzhátíð Reykjavíkur sem eru útgáfutónleikar plötunnar „In Orbit“ munu þeir félagar leika úrval laga af hljómdisknum.

Sigurður Flosason : altó saxófónn
Andrés Þór : gítar
Andreas Dreier : kontrabassi
Anders Thorén : trommur