Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Blúsmenn Andreu, með söngkonuna Andreu Gylfadóttur í broddi fylkingar, hefur starfað frá árinu 1989. Sveitin er skipuð einvala liði en auk Andreu skipa sveitina þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Einar Rúnarsson á hammond orgel, Jóhann Hjörleifsson á trommur og Haraldur Þorsteinsson á bassa.

Tvær hljómplötur hafa komið út með Blúsmönnum þar sem finna má þverskurð af þeirri tónlist sem hljómsveitin býður upp á, sambland djass-, soul- og blústónlistar auk laga eftir Andreu sjálfa. Óhætt er að segja Blúsmenn Andreu séu unnendum djass- og blústónlistar vel kunn og eru tónleikar sveitarinnar jafnan mjög vel sóttir.

Söngkonan Andrea Gylfadóttir hefur í gegnum árin sungið mikið af tónlist eftir Billie Holiday og önnur lög sem þekkt voru í hennar flutningi og er nú hugmyndin að flytja tónleika þar sem uppistaðan er sú tónlist. Einnig fá að fljóta með nokkur lög sem þekkt eru í útsetningum og flutningi Blúsmanna Andreu.

Andrea Gylfadóttir : söngur
Einar Rúnarsson : hanmond orgel
Guðmundur Pétursson : gítar
Haraldur Þorsteinsson : bassi
Jóhann Hjörleifsson : trommur