Tix.is

Um viðburðinn

"Hagi" - Útgáfutónleikar á Jazzhátíð Reykjavíkur 2021

Bassaleikarinn Þorgrímur Toggi Jónsson er jazzáhugamönnum að góðu kunnur og hefur leikið með rjóma íslenskra tónlistarmanna um árabil.

Á þessum tónleikum fagnar hann ásamt hljómsveit sinni útgáfu nýrrar hljómplötu sem tekin var upp í desember síðastliðnum og ber nafnið Hagi. Tónleikadagskrá kvöldins er því helguð þessari nýju tónlist Þorgríms sem m.a. hlaut Íslensku tónlistarveðlaunin í flokki jazz og blús 2016 fyrir sína fyrstu sólóplötu Constant Movement. Tónlistin, sem er öll samin/skrifuð og útsett af Þorgrími, er af ýmsum toga en í fyrirrúmi eru lagrænar og vel ígrundaðar tónsmíðar og útsetningar sem ættu að sýna styrkleika hljómsveitarinnar í heild sinni. Hér ríkir gott jafnvægi á milli tónsmíða þó svo að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi.

Þorgrímur Jónsson : kontrabassi / rafbassi
Rögnvaldur Borgþórsson : gítar
Magnús Trygvason Eliassen : trommur
Tómas Jónsson : píanó / hljómborð

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Rósa Guðrún & Strokkvartettinn Siggi

Rósa Guðrún Sveinsdóttir, saxófónleikari og söngkona, gaf út sína fyrstu plötu árið 2014 sem ber nafnið Strengur Stranda. Tónlistin er samin og útsett af Rósu fyrir strengi og hljómsveit en textar eru eftir föður hennar, Svein Kristinsson og er undir miklum áhrifum frá náttúru og mannlífi Strandasýslu hvert feðginin rekja ættir sínar.

Nú hefur Rósa tekið upp þráðinn með nýjum tónsmíðum fyrir strengjakvartett og rytmasveit. Hún leyfir sér þó að teygja verulega á strengnum til Strandanna, og jafnvel slíta hann alveg, og leitar innblásturs víðsvegar að.

Hún hefur fengið til liðs við sig Strokkvartettinn Sigga, skipaðan fiðluleikurunum Unu Sveinbjarnardóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur, víóluleikaranum Þórunni Ósk Marinósdóttur og Sigurði Bjarka Gunnarssyni sellóleikara. Þau eru öll hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands og hafa starfað saman sem kvartett síðan 2012. Strokkvartettinn Siggi hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2018 og var tilnefndur sem flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2019. Með þeim koma fram Daníel Helgason gítarleikari, Matthíasi M.D. Hemstock slagverksleikari, og Birgir Steinn Theodórsson bassaleikari. Munu þau ásamt Rósu flytja nýjar óútgefnar lagasmíðar í bland við eldra efni í endurnýjuðum útsetningum.

Rósa Guðrún Sveinsdóttir : rödd / saxófónn
Daníel Helgason : gítar
Birgir Steinn Theodórsson : bassi
Matthías M.D. Hemstock : trommur / slagverk
Una Sveinbjarnardóttir : fiðla
Helga Þóra Björgvinsdóttir : fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir : víóla
Sigurður Bjarki Gunnarsson : selló