Tix.is

Um viðburðinn

Stína Ágústsdóttir Kvartett

Stína Ágústsdóttir söngkona ætti að vera jazzunnendum landsins kunn en hún var tilnefnd sem flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár og hefur gefið út plötur á borð við Jazz á íslensku (2016), Hjörtun okkar jóla (2019) og The Whale (2020) sem allar hafa fengið mikið lof.

Stína er búsett í Stokkhólmi og hefur á síðustu árum unnið með nokkrum af fremstu tónlistarmönnum þar í landi m.a bassaundrinu knáa Henrik Linder (Dirty Loops). Þau hafa starfað mikið saman síðustu tvö ár og fá nú liðsauka frá tveimur skínandi stjörnum úr hópi íslenskra jazztónlistarmanna þeim Mikael Mána Ásmundssyni gítarleikara og Magnúsi Trygvasyni Eliassen trommuleikara. Samspil hópsins er einstaklega skemmtilegt en þau léku saman við upptökur í júlí s.l. ásamt öðrum.

Kvartettinn mun flytja blöndu af frumsaminni tónlist, sígildum jazzlögum og frumflytja nokkur verk af næstu plötu Stínu sem var tekin upp fyrir stuttu.

Stína Ágústsdóttir (IS) : rödd
Henrik Linder (SE) : bassi
Mikael Máni Ásmundsson (IS) : gítar
Magnús Trygvason Eliassen (IS) : trommur


----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Family Band (UK)

Family Band samanstendur af fjórum vinum og samstarfsfólki til langs tíma en þaðan kemur ‘family’ hluti nafnsins. Hljómsveitin leggur út frá tónlist þeirra músíkanta sem voru í fararbroddi fyrir frjálsa jazzinn eða “free jazz” byltinguna á 6. áratug síðustu aldar en sú hreyfing, og hvernig hún fór á svig við reglurnar ef svo má segja, er í dag álitin hafa verið nauðsynleg fyrir þróun tónlistarinnar. Family Band reynir því ekki að endurgera verk Ornette Coleman og fleiri samtíðarmanna hans heldur virkja sömu krafta, hreyfingu og andrúmsloft í tónlistinni. Útkoman er einstök upplifun áheyrandans.

‘One of the best modern jazz groups performing at the moment’ – Bebop Spoken Here

‘You simply HAVE to get to see them – you won’t be disappointed’ – Martin Powell, JATP

‘They were fantastic’ – Chris Philips, JazzFM

‘What a revelation – exciting group, gradually revealing more and more depth and thrilling the audience to the very end’ – Blow The Fuse, The Vortex


Kim Macari (UK) : trompet
Riley Stone-Lonergan (IE) : tenór saxófónn
Tom Rivière (UK) : kontrabassi
Steve Hanley (UK) : trommur