Tix.is

Um viðburðinn

Tríóið hist og var stofnað í lok árs 2017 til þess að rugla saman reitum raf-og djasstónlistar. Tríóið skipa Eiríkur Orri Ólafsson, sem leikur á trompet, trommuheila og hljómboð, Róberta Andersen á gítar, bassa og hljómborð og Magnús Trygvason Eliassen á trommur, slagverk og ekki-slagverk. Meðlimir tríósins beina stækkunarglerinu að sameiginlegum snertifleti sínum, með innhverfri, úthverfri og slagþungri blöndu af djass, raf-, og spunatónlist sem kemur víða við.

hist og á að baki tvær plötur, Days of Tundra (2019) og hits of (2020). Báðar hlutu þær mikið lof og hefur hljómsveitin landað þremur tilnefningum til Íslensku Tónlistarverðlaunanna í djassflokki bæði árin, sem og sæti á Kraumslistanum 2019 og “Spuni Ársins” sama ár hjá Morgunblaðinu. Um hits of skrifaði Arnar Eggert Thoroddsen hjá Morgunblaðinu ma. “Hörkustöff … stimpill þessa ofurtríós kirfilega á öllum smíðum.”

Meðlimir hist og hafa starfað um árabil með hinum ýmsustu hljómsveitum, svo sem múm, amiinu og Sin Fang, Sigur Rós, Kiru Kiru, Benna Hemm Hemm og Seabear, ásamt ótal samstarfsverkefna á sviði djasstónlistar með ADHD, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni og Mógil.

Eiríkur Orri Ólafsson : trompet / trommuheili / hljómborð
Róberta Andersen : gítar / bassi / hljómborð
Magnús Trygvason Eliassen : trommur / slagverk