Tix.is

Um viðburðinn

Helena Jónsdóttir dans og hreyfimyndahöfundur setti Hreyfimyndahátíðina fyrst á stofn fyrir tveimur árum árið 2019 undir hatti Stockfish og voru móttökurnar framar öllum vonum. Það var því ákveðið að hátíðin skyldi endurtekin annað hvert ár og mun hún svo sannarlega setja svip á borgina í þetta sinn.

Hátíðin er fyrst og fremst hugsuð sem vettvangur fyrir heimildarmyndir, vídeó listaverk og stuttmyndir og er ætluð sem tilraunasvið fyrir kvikmyndagerð og ólíkar hliðar manneskjunnar.

Kvikmyndirnar geta verið frá öllum listgreinum, listamönnum og konum með ólíkann bakrunn. Listaverk á tímum „digital” forma og samskipta. Hreyfimyndir sem einblína á að hreyfa við okkur, skoða okkur mannfólkið frá ólíkum hliðum.

Nánar um dagskrá hvers kvölds á www.physicalcinemafest.com