Tix.is

Um viðburðinn

JAZZPASSINN
veitir aðgang að allri dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur 2021. Handhafar passans fá armbönd við upphaf hátíðar og geta í framhaldinu sótt alla tónleika án endurgjalds.

Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 28. ágúst til 4. september 2021. Boðið verður upp á glæsilega átta daga tónleikadagskrá þar sem jazz, blús, fönk og spunatónlist verður í forgrunni og frábært listafólk frá Bandaríkjunum, Evrópu og Íslandi kemur fram. Það er sérstaklega ánægjulegt að nú þegar birtir til og vírusinn er á undanhaldi þá getum við boðið upp á tónleika með erlendu jazztónlistarfólki í fremstu röð. Af þeim má helst nefna MELISSA ALDANA QUARTET (US), AMBROSE AKINMUSIRE QUARTET (US), Kathrine Windfeld Sextet (DK/SE/PL) og Family Band (UK). Af spennandi samstarfsverkefnum íslenskra og erlendra listamanna má nefna Phil Doyle´s PolyHarmonic Ensemble (US/IS), LILJA (NO/IS), Broken Cycle Trio (DE/IS/US), Stína Ágústsdóttir/Henrik Linder/Joel Lyssarides (IS/SE) og ASTRA (IS/NO). Svo er það auðvitað okkar eigið fólk eins og Tómas R. Einarsson & Ragnhildur Gísladóttir, Anna Gréta Tríó, hist og, MOVE kvartett Óskars Guðjónssonar, Blúsmenn Andreu og ótal margt fleira sem er virkilega spennandi.

Allar nánari upplýsingar um dagskrána má finna á reykjavikjazz.is

.