Tix.is

Um viðburðinn

Þriggja rétta kvöldverður og hugljúf afmælisveisla þar sem Eyjólfur Kristjánsson fagnar 60 ára afmæli sinu á þessari notalegu kvöldstund.

Húsið opnar 18:00 / Borðhald hefjast kl.19:00

Miðaverð 12.590 kr.
Innifalið er Þriggja rétta kvöldverður og miði á tónleika.

Miðaverð 19.590 kr.
Innifalið er Þriggja rétta kvöldverður ásamt vínpörun og miði á tónleika.

Eyjólfur “Eyfi” Kristjánsson hefur um árabil verið í framvarðarsveit íslenskra laga- og textahöfunda. Hann hefur sent frá sér fjölmargar sólóplötur sem innihalda margar dægurperlur íslenskrar tónlistarsögu og má þar t.d. nefna Dagar, Álfheiður Björk, Breyskur maður, Danska lagið, Ég lifi í draumi, Draumur um nínu, Gott, Ástarævintýri(á vetrarbraut) o.m. fl.

Eyfi fagnaði 60 ára afmæli sínu sem var þann 17. apríl og af því tilefni mun hann flytja rjómann af sínum þekktustu lögum og spjalla á léttum nótum við gesti. Honum til halds og traust er engin annar en Þórir Úlfarsson.


Sérréttaseðill Sjálands

REYKT BLEIKJA OG VÖFFLUR
Yuzu, sýrð agúrka, skyr og bleikjuhrogn

GRILLUÐ NAUTALUND OG SELJURÓT
Blaðlaukur, stökkir jarðskokkar og rauðvínsgljái
*nautalundin er alltaf hægelduð í medium rare 54°C

SÚKKULAÐI OG ÍSLENSK JARÐABER
Súkkulaði brownie, múslí og vanillurjómi