Tix.is

Um viðburðinn

Magnús Thorlacius
Einstaklingsverkefni
Sviðshöfundabraut
---

Kæru félagar, verið velkomin á Dýrabæ. Þar sem allir leggja sitt af mörkum og lífið er ljúft og gott. Þar sem ungir og upprennandi leikarar fá að spreyta sig á krefjandi hlutverkum úr bókmenntakanónunni. Þar sem hið háfleyga leikhús menntaelítunnar verður að skítugri en fagurfræðilega heillandi svínastíu. Þar sem öll dýr eru jöfn. En sum dýr eru jafnari en önnur.

Sýningin er unnin upp úr bókinni „Dýrabær“ eftir George Orwell í þýðingu Jóns Sigurðssonar.

Leikgerðarhöfundur og leikstjóri: Magnús Thorlacius
Aðstoðarleikstjóri: Melkorka Gunborg Briansdóttir
Leikarar: Álfrún Laufeyjardóttir, Fjölnir Gíslason, Jökull Smári Jakobsson, Starkaður Pétursson og Vigdís Halla Birgisdóttir
Leiðbeinendur: Karl Ágúst Þorbergsson, Ólöf Ingólfsdóttir, Pétur Ármannsson
Þakkir: Hið íslenzka bókmenntafélag, Bónus, Annalísa Hermannsdóttir, Hermann Kristjánsson, Egill Ingibergsson, 10. bekkur

Sýnt í Listaháskólanum Laugarnesi. Sýningin er um klukkustund í flutningi. Frítt inn en takmarkað sætapláss - miðapantanir á Tix.is