Tix.is

Um viðburðinn

Björg Steinunn
Einstaklingsverkefni
Sviðshöfundabraut
---

Ólétt kona og óléttur maður eru komin á leið í langferð um borð í Sætó sem ekki má rugla við Strætó™. Þeim langar ekkert meir en að komast á áfangastað og að láta drauma sína rætast svo þau losni við þennan feita draum í maganum sem íþyngir þeim svo.

Aðstandendur:
Leikarar eru Hólmfríður Hafliðadóttir og Starkaður Pétursson.
Aðstoðarleikstjóri og sýningarstjóri er Anna Kristín.

Þakkir: Þuríður Blær.

Sýningar fara fram í húsnæði Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík. Stofa L141.

*Viðvaranir: Strobeljós verða notuð í sýningunni.