Tix.is

Um viðburðinn

Við ætlum að kveðja veturinn saman og fagna komandi sumri með góðgerðarbingói til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Meðal vinninga verða Apple Watch frá Nova, snjallúr frá Garmin búðinni, gjafabréf frá IcelandAir, glæsilegir snyrtivörupakkar frá Terma, þyrluflug yfir gosstöðvarnar frá Norðurflugi og margt, margt fleira!

Bingóið verður 21. apríl kl. 18:00 og kynnar verða skemmtisálufélagarnir Hjálmar Örn og Eva Ruza!

Af augljósum ástæðum er bingóið rafrænt og finna má streymið hér: https://youtu.be/S8huLcx5z4s

Hlekkurinn verður einnig birtur á miðakvittun og á heimasíðu Hringsins.

Bingóspjöldin eru keypt í gegnum sölukerfi Tix og verða þau svo send kaupendum í tölvupósti.

Að þessu sinni söfnum við fyrir tveimur tækjum til að rannsaka kæfisvefn barna að upphæð 8.600.000 kr.


Kæfisvefn er talsvert algengur hjá börnum og þau sem greinast með kæfisvefn og/eða króníska öndunarbilun þurfa fjölbreyttan öndunarstuðning. Flest börn eru rannsökuð með tæki sem þau sofa með heima. Við alvarlegri vanda þar sem hætta er á uppsöfnun koltvísýrings þarf að rannsaka börnin með flóknari tækjum inniliggjandi á barnadeild. Þörf er á úrbótum fyrir þennan málaflokk og því er verið að efla þessa þjónustu á Barnaspítala Hringsins. Vegna þessa söfnum við fyrir tveimur tækjum – annars vegar svefnrita og hins vegar koltvíoxíðmæli - til að rannsaka kæfisvefn barna.