Tix.is

Um viðburðinn

Verkið er sjálfsævisögulegt skáldverk og gefur innsýn í heim stúlku sem ákveður taka þátt í skólahlaupi – stíginn sem allir þurfa að hlaupa. Ef hún fær lánaða strigaskó getur hún þá hlaupið hraðar? Hún blæs sápukúlur og speglar sig. Þær svífa upp í himininn áður en þær springa. Brot úr lífshlaupi konu, um leyndarmál og skömm, martraðir og lygar, stiga og klifur, ótta og sigur.  

Ég hleyp. Keppnin er ekki búin fyrr en sá síðasti kemur í mark. Ég vil ekki vera síðust, engin man eftir þeim.  

---

Leiklestur:
Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona.  

Þakkir:
Karl Ágúst Þorbergsson og Hafliði Arngrímsson, leiðbeinendur. Björg Steinunn Gunnarsdóttir (plakat). Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Feitasti bekkurinn.

---

Ágrip:
Kolbrún Dögg er þekkt fyrir gjörninga og aktivisma á jaðrinum en rúllar hér upp sínu fyrsta leikverki inn á miðjuna. Árið 1972 kom hún í heiminn, sleit barnskónum í Hafnarfirði og segir oft i glætan. Kolbrún er listamaður sem spinnur oft verk úr eigin angist og kvöl annara. Skapar til að lifa, gefa, hreyfa við, tengjast öðrum og leitast við að miðla hinu ósýnilega. Kolbrún er allt og ekkert. Hún er gestur í þínu hjarta, hestur og tré, áfall á glugga - dropinn sem holar steininn.  

---

Sýningin fer fram í húsnæði Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík Gengið um aðalinngang frá neðanverðu húsinu frá steypta bílastæðinu (ekki malar bílastæðinu).