Tix.is

Um viðburðinn

Norðurljósin mála fallegar myndir á himnum á dimmasta tíma ársins, eitthvað sem strákarnir í Olgu vilja gera með röddum sínum. Valin voru uppáhalds lög meðlima Olgu, lög sem vekja þeim innblástur og lög sem vekja upp góðar minningar, lög sem meðlimir hópsins elska að syngja og hlusta á. Á þessum erfiðu tímum langaði hópnum að skapa eitthvað persónulegt, eitthvað sem tengir fólk saman þrátt fyrir þá einangrun sem margir hafa þurft að ganga í gegnum á árinu 2020 og verður hluti af lífi fólks árið 2021.

Ljós í myrkrinu, fallegur samhljómur, því dimmari sem heimurinn verður, þeim mun skýrar sjást norðurljósin, ,,Aurora”. Lagalisti tónleikanna verður fjölbreyttur og má heyra klassísk verk, jazzlög yfir í yfirtónasöng sem var saminn af meðlimum Olgu þar sem má líkja hljómnum sem heyra má við það þegar norðurljósin mála falleg verk á himnum.

Olga Vocal Ensemble er sönghópur sem hefur verið starfræktur síðan árið 2012. Hópurinn hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi sumarið 2013 og hefur heimsótt Ísland á hverju ári síðan, að undanskildu árinu 2020. Hópurinn er skipaður 5 strákum, þrír þeirra eru búsettir í Hollandi og tveir á Íslandi.

Söngvarar:

Matthew Lawrance Smith - 1. tenór

Jonathan Ploeg – 2. tenór

Arjan Lienaerts – Baritón

Pétur Oddbergur Heimisson – 1. bassi

Philip Barkhudarov – 2. bassi

 

3500 almennt verð

2500 fyrir nema, öryrkja og eldri borgara

 Frítt fyrir 16 ára og yngri.

Athugið: Allar Olgur fá frítt inn!


Tónleikar Olgu sumarið 2021:

Sunnudagur 25. júlí - Akureyrarkirkja kl. 17:00
Mánudagur 26. júlí - Blönduóskirkja kl. 20:00
Miðvikudagur 28. júlí - Austurland - verður tilkynnt síðar
Föstudagur 30. júlí - Ólafsfirði kl. 20:00
Sunnudagur 1. ágúst - Flateyjarkirkja kl. 18:00
Mánudagur 2. ágúst - Ísafjarðarkirkja kl. 20:00
Miðvikudagur 4. ágúst - Háteigskirkja, Reykjavík kl. 20:00

Fylgdu Olgu á samfélagsmiðlum:

www.facebook.com/olgavocalensemble

www.youtube.com/olgavocalensemble

www.olgavocalensemble.com