Tix.is

  • 03. sep. - kl. 20:00
Miðaverð:6.200 - 6.900 kr.
Um viðburðinn

Við eigum samleið hópurinn, Sigga Beinteins, Guðrún Gunnars og Jogvan Hansen kynntu til sögunnar í haust tónleika sem þar sem þau ætluðu að flytja vinsælustu lög Sigfúsar Halldórssonar en þá hefði Sigfús orðið 100 ár. Eins og landsmenn vita kom heimsfaraldur í veg fyrir tónleikahald en nú horfir til bjartari tíma og því ætla þau að blása til tónleikanna þann 3. september

Undanfarin 6 ár hefur þetta þríeyki haldið tónleika fyrir fullu húsi í Salnum í Kópavogi og víða um land.

Saman hafa þau sungið gömlu góðu dægurlagaperlurnar sem hljómuðu um land allt úr útvarpinu um miðja síðustu öld, lögin sem allir elska.

Á þessum tónleikum munu þau syngja mörg af vinsælustu lögum Sigfúsar. Eins og Dagný, Tondeleyjó, Við eigum samleið, Lítill fugl og í grænum mó, en þessi lög hafa átt fastan sess á öllum tónleikum þeirra og núna bætast fleiri perlur við úr lagasafni Sigfúsar.

Sigga, Guðrún og Jogvan eru meðal ástsælustu söngvara landsins og hafa af hjartans einlægni og áhuga flutt gömlu góðu dægurlögin í gegnum árin og hefur lífleg framkoma þeirra gert tónleika þeirra einstaklega skemmtilega og vinsæla með eindæmum.

Nú gefst einstakt tækifæri á að heyra þau syngja vinsælustu lögin hans Fúsa með einvala liði hljóðfæraleikara í Salnum.

Hljóðfæraleikarar: Gunnar Gunnarsson píanó, Ásgeir Ásgeirsson gítar og Þorgrímur Jónsson kontrabassi.