Tix.is

Um viðburðinn

7. apríl – Magnús Jóhann og Skúli Sverrisson

Magnús Jóhann Ragnarsson, píanó
Skúli Sverrisson, bassi

Magnús Jóhann Ragnarsson og Skúli Sverrisson leiða saman hesta sína og leika nýja tónlist í útsetningum tvíeykisins. Magnús Jóhann er píanóleikari og upptökustjóri sem hefur komið víða við í sinni tónlistarsköpun ásamt því að vera einn virkasti tónlistarflytjandi á Íslandi. Skúli er bassaleikari og einn þekktasti jazzleikari þjóðarinnar, hann hefur gefið út fjölda hljómplatna auk þess að starfa með óteljandi listamönnum af ýmsum sviðum. Á vormánuðum 2020 hljóðrituðu Magnús og Skúli nýtt efni eftir Magnús sem hann samdi sérstaklega fyrir tvíeykið en auk þess munu þeir flytja nýtt og eldra efni eftir Skúla. Tónlistin er áferðarfögur, hrifnæm og í henni kennir ýmissa grasa. Frjáls spuni kemur einnig við sögu og í sameiningu kanna þeir ýmsa áfangastaði með því trausti og samstillingu sem þeir hafa ræktað í gegnum spilamennsku sína.