Tix.is

Um viðburðinn

Þriggja rétta kvöldverður og hugljúf kvöldstund með Sycamore Tree sem mun sjá um tónlistina á þessari notalegu kvöldstund í veislusal Sjálands.

Kaupa þarf miða fyrir 4 eða fleiri því setið er til borðs og ekki hægt að bjóða uppá færri sæti saman til að nýta salin sem best.


Sycamore Tree hefur unnið sig inn í hug og hjörtu landsmanna á síðustu árum og síðasta plata dúettsins “ Westerns Sessions “ kom út nú í janúar. Lögin af henni klifu toppa vinsældarlista landsins á árinu 2020 eins og mörg af þeirra fyrri verkum gafa gert á síðustu 5 árum. Það er sannarlega við hæfi að þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson komi aftur í heimsókn í Sjáland. Með þeim verður Þorleifur Gaukur Davíðsson á munnhörpu og Pedal Steel Gítar. Þau munu spila lög af fyrri verkum ásamt efni af næstu breiðskífu þeirra sem kemur út seinna á árinu. Dúettinn hefur unnið sér stall sem ein besta tónleikasveit landsins og kvöldstund með þeim er ósvikin gæðastund.


Sérréttaseðill Sjálands

REYKT BLEIKJA OG VÖFFLUR
Yuzu, sýrð agúrka, skyr og bleikjuhrogn

GRILLUÐ NAUTALUND OG SELJURÓT
Blaðlaukur, stökkir jarðskokkar og rauðvínsgljái
*nautalundin er alltaf hægelduð í medium rare 54°C

SÚKKULAÐI OG ÍSLENSK JARÐABER
Súkkulaði brownie, múslí og vanillurjómi

Hægt verður að panta vínpörun til að fullkomna upplifunina.