Tix.is

Um viðburðinn

Sycamore Tree hefur unnið sig inn í hug og hjörtu landsmanna á síðustu árum og síðasta plata dúettsins “ Westerns Sessions “ kom út nú í janúar. Lögin af henni klifu toppa vinsældarlista landsins á árinu 2020 eins og mörg af þeirra fyrri verkum hafa einnig gert á síðustu 5 árum.  Það er þeim Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunna Hilmarss sönn ánægja að geta nú haldið tónleika aftur og munu ásamt fríðu föruneyti koma fram í Flóa í Hörpu þann 19.mars. Með þeim verður Arnar Guðjónsson á bassa,  Þorleifur Gaukur Davíðsson á munnhörpu og pedal steel gítar og Einar Scheving spilar á trommur. Þau munu flytja lög af fyrri verkum ásamt efni af næstu breiðskífu þeirra sem kemur út seinna á árinu. Dúettinn hefur unnið sér stall sem ein besta tónleikasveit landsins og kvöldstund með þeim er ósvikin gæðastund eins og fjölmargir tónleikagestir hafa uppgötvað á síðustu árum.