Tix.is

Um viðburðinn

Laugardaginn 27. febrúar, kl 14:00 verður glatt á hjalla í Langholtskirkju. Barna- og unglingakórar kirkjunnar blása til fjölskyldutónleika með Sölku Sól og hljómsveit. Flutt verða ýmis þekkt lög, td. úr smiðju Amabadama og úr söngleikjunum Ronju Ræningjadóttur og Í hjarta Hróa Hattar.

Listafélagið hvetur fjölskyldur til að tryggja sér miða á tónleikana sem fyrst, en takmarkaður sætafjöldi er í boði.


Flytjendur:
Gradualekór Langholtskirkju, Graduale Futuri og Graduale Liberi, stjórnandi Sunna Karen Einarsdóttir
Salka Sól
Ingvar Alfreðsson
Sigurður Ingi Einarsson
Valdimar Olgeirsson

Aðgangseyrir er 2.500 krónur og frítt fyrir börn fædd 2005 og síðar.