Tix.is

Um viðburðinn

Tónlistarkonuna Bríeti þarf vart að kynna en hún skaust hratt upp á stjörnuhimininn árið 2018 og hefur haldið áfram að heilla fólk allar götur síðan.

Hún ætlar að heiðra okkur með komu sinni á FLAK 1. og 2. mars næstkomandi.

Skilaboð frá Bríeti:

,,Hæ! Það er alltof langt síðan ég hef fengið að spila fyrir ykkur og ég hef saknað þess, en það er komið að því. Ég ætla að heimsækja ykkur hingað og þangað um landið og spila tónlistina mína. Giggið verður kózý, einlægt og þægilegt fyrir alla aldurshópa. Ég get ekki beðið eftir því að sjá fallegu andlitin ykkar".

Samkvæmt núverandi fjöldatakmörkunum getum við aðeins tekið á móti 30 manns hvort kvöldið, - þar af eru 10 miðar einungis fyrir börn fædd 2005 og síðar.


ATH!

Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bjóða upp á aukatónleika kl:17.30, þriðjudaginn 2.mars.