Tix.is

Um viðburðinn

Corona & Söknuður – ný íslensk strengjaverk

Glæsileg íslensk strengjasveit skipuð fiðlum, víólum, selló og kontrabassa stígur á svið Norðurljósa 2. maí nk. til að flytja íslensk tónverk.

Tónskáld: Kristín Lárusdóttir og Hrólfur Sæmundsson
Hljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi: Ólöf Sigursveinsdóttir

Flytjendur
Hrólfur Sæmundsson baritón
Kristín Lárusdóttir kvæðakona
Ármann Helgason klarínett
Íslenskir strengir

Íslenskir strengir snúa aftur á svið í Norðurljósum og flytja glæný íslensk strengjaverk.

Söknuður eftir Kristínu Lárusdóttur, sem upphaflega var samið fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands er fært í nýjan búning fyrir tónleikaröðina Sígildir sunnudagar…hér fléttast saman tregafullur strengjatónn og ,,einsöngur“ klarínetts. Stemning hinnar íslensku baðstofu einkennir þetta litríka  verk Kristínar. Á klarínettið leikur Ármann Helgason og kvæðasöngur (rímur Ólínu Andrjesdóttur)  tónskáldsins sjálfs kryddar á skemmtilegan hátt.

Corona er kraftmikið og viðamikið strengjaverk Hrólfs Sæmundssonar! Tónskáldið og baritónsöngvarinn var að jafna sig eftir veikindi af hinni lúmsku veiru þegar hann tók himininn höndum og hóf að skapa og semja fyrir Íslenska strengi. Hrólfur hefur sungið sig inn í hjörtu evrópubúa síðastliðin ár í   óperuheiminum. Corona er ekki fyrsta tónsmíð Hrólfs en líklega sú stærsta því hún er hálftími að lengd og geislar af kímni og hugmyndaauðgi þessa fjölhæfa listamanns.

Ólöf Sigursveinsdóttir er hljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi hópsins sem var stofnaður árið 2017. Íslenska strengi skipa atvinnuhljóðfæraleikarar sem hittast nú aftur eftir rúmlega árs hlé. Tónleikunum var frestað í apríl 2020, síðan aftur þann 10. apríl sl. En verða nú þann 2. maí nk.