Tix.is

Um viðburðinn

24. febrúar – Kvartett Sigurðar Flosasonar spilar Charlie Parker

Sigurður Flosason, saxófónn
Kjartan Valdemarsson, píanó
Þorgrímur Jónsson, bassi
Einar Scheving, trommur

Á tónleikunum mun kvartettinn hylla saxófónsnillinginn Charlie Parker, einn áhrifamesta jazztónlistarmann allra tíma, en hann hefði orðið 100 ára á síðasta ári. Fluttar verða þekktar tónsmíðar meistarans í bland við jazz standarda sem hann hljóðritaði.