Tix.is

Um viðburðinn

Country Hjarta Hafnarfjarðar 2022

Nafn hátíðarinnar breytist í Country Hjarta Hafnarfjarðar og færist yfir á 9-11 júní 2022. Dagskráin verður eftirfarandi:

Fimmtudaginn 9.júní 2022 - Axel O & Stefanía Svavars ásamt hljómsveit. Sérstakur gestur Pedal Steel leikarinn Milo Deering frá Texas.

Föstudaginn 10.júní 2022 - Hljómsveitin Klaufar

Laugardaginn 11.júní 2022 - Söngkonan Sarah Hobbs frá Texas ásamt hljómsveit. Sérstakir gestir Milo Deering og Axel O.Sycamore Tree

21. apríl kl. 20:30 – Miðaverð kr. 5.990.

Sycamore Tree hefur unnið sig inn í hug og hjörtu landsmanna á síðustu árum og nýjasta plata dúettsins var hin Country skotna “Westerns Sessions“ sem kom út nú í janúar. Lögin af henni klifu toppa vinsældarlista landsins á árinu 2020 og er það við hæfi að dúettinn taki þátt í Iceland Country Music Festival.

Sycamore Tree skipa þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarss , þeim til fulltingis verða Þorleifur Gaukur Davíðsson, Arnar Guðjónsson og Dan Cassidy. Sycamore Tree hefur áunnið sér góðan orðstýr sem tónleikasveit og enginn verður svikinn af kvöldstund með þeim.

Klaufar

22. apríl kl. 20:30 – Miðaverð kr. 5.990.

Klaufar eru mættir til leiks á ný með nýjar áherslur og nýtt efni í farteskinu. Bandið hefur ekki spilað saman opinberlega í 8 ár, en gerði garðinn frægan á bilinu 2007 til 2012 þegar þeir gáfu út 3 plötur og áttu fjölmörg vinsæl lög.

Nú mæta þessir valinkunnu tónlistarmenn aftur til leiks með efni af nýrri plötu sem kemur út 2021 og úrval sinna bestu laga frá fyrri tíð. Endurkoman hefst með dúndurtónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði þann 23. apríl 2021 þar sem Klaufar munu sýna á sér nýja hlið og ætti enginn að missa af því.

Klaufar voru á sínum tíma þekktir fyrir að halda uppi stuðinu á böllum, en tónleikarnir í Bæjarbíói verða þeir fyrstu þar sem bandið spilar eingöngu eigið efni í bland við þekkt erlend lög sem Klaufar hafa gert að sínum með íslenskum textum og einstakri spilamennsku.

Klaufar eru:

Mummi - söngur, gítar
Sigurgeir Sigmunds - pedal steel og gítar
Friðrik Sturluson - bassi
Birgir Nielsen - trommur

Axel O & Stefanía Svavars ásamt hljómsveit

23. apríl kl. 20.30 - Miðaverð 5.990.

Axel O er aðdáendum sveitatónlistar á Íslandi vel kunnur söngvari sviði sveitatónlistar. Axel hefur gefið út 23 lög á sínum ferli bæði með hljómsveitinni Axel O & Co og solo ferlinum. Þar má nefna Tíminn Stendur Aldrei Kyrr sem fór í fyrsta sæti á vinsældarlista Rásar 2 í byrjun 2019, Country Man, Island in the North, og svo Not Built For Love sem kom út í lok síðasta árs. Axel flytur úrval eigin laga og lög frá nokkrum þekktustu stjörnum sveitatónlistarinnar.

Stefaníu Svavars þarf vart að kynna fyrir íslenskum tónleikagestum, enda hefur hún sungið sig inn í hug og hjörtu fólks á undanförnum misserum með sinni miklu og hljómfögru rödd. Stefanía hefur einstakt lag á hljómi sveitatónlistarinnar og flytur lög frá stjörnum úr heimi sveitatónlistarinnar.

Axel O og Stefanía leiða nú saman hesta sína á ný ásamt hljómsveit sem skipuð er einvalaliði hljóðfæraleikara. Hljómsveitina skipa:
Axel O söngur og kassagítar
Stefanía Svavars söngur
Magnús Kjartansson, píanó og bakraddir
Finnbogi Kjartansson, bassi og bakraddir
Vilhjálmur Guðjónsson, rafgítar
Birgir Nielsen Þórisson, trommur
Dan Cassidy, fiðla og kassagítar