Tix.is

Um viðburðinn

Vegna veikinda hafa orðið breytingar á áður auglýstri dagskrá tónleikanna. Söngkonan Bernadett Hegyi forfallast því miður, en megináherslur tónleikanna eru óbreyttar. Ásamt píanóleikaranum Márton Wirth koma fram sellóleikarinn Emma Petruska, Katalin Wirth flautuleikari og tveir kórar, Skátakórinn og Kirkjukór Landakotskirkju, sem Márton stjórnar.

Við vonum að þið njótið tónleikanna og þökkum skilninginn. 

Efnisskrá
Setið við eld (rússneskt þjóðlag)
Franz Schubert: Kyrie úr Messu í G-dúr
Zoltán Kodály: Adagio
Viktor Urbancic: Sanctus og Benedictus
Márton Wirth: Ave Maria
Zoltán Kodály: Sónata fyrir selló
Béla Bartók: Þrjú þjóðlög frá Csík sýslu í Ungverjalandi
Márton Wirth: Graffiti songs
Márton Wirth: Angel of God
Márton Wirth: Fantasía um íslensk og ungversk þjóðlög

Roots Over the Seas – Classical Magic of Eastern Europe

Bernadett Hegyi, kóloratúr-sópran og Márton Wirth, píanó flétta saman fjölbreyttri og fallegri tónlist frá Austur-Evrópu. Á efnisskrá eru þjóðlög, aríur, einleiksverk, dúettar og tríó eftir tónskáld svo sem Dvorak, Strauss, Chopin, Liszt og Rachmaninov.

Ungverska kóloratúr-sópransöngkonan Bernadett Hegyi er fædd í Búdapest. Hún nam söng í Ungverjalandi og síðar í Hollandi þaðan sem hún lauk mastersgráðu frá Konunglegu tónlistarakademíunni í Den Haag í Hollandi árið 2016. Hún hefur að auki tekið þátt í meistaranámskeiðum hjá söngvurum á borð við Elly Ameling, Claron McFadden, Kenneth Mongomery og fleirum.

Hún hefur komið fram með Ungversku þjóðaróperunni og haldið tónleika í Þýskalandi, Hollandi, Noregi, Danmörku og á Íslandi en hún hefur verið búsett á Íslandi um nokkurra ára skeið og verið virkur tónlistarflytjandi.

Márton Wirth (1984) nam píanóleik frá sex ára aldri í Pécs og lagði síðar stund á tónsmíðar og kórstjórn við Konservatoríuna í Pécs. Hann lærði hljómseitarstjórn og tómnsmíðar við Tónlistarháskólana í Vínarborg og Búdapest á árunum 2002 – 2008.

Hann er stofnandi Kammeróperunnar í Pécs, hefur stjórnað kammerhljómsveitum í Györ og Budapest og kórum og hljómsveitum í Ungverjalandi, Austurríki, Slóvakíu og Póllandi. Hann hefur stjórnað átta kórum í þremur löndum og verið virkt tónskáld. Martón Wirth er búsettur á Íslandi, gegnir stöðu orgelleikara við Landakotskirkju og stjórnar Skátakórnum sem mun koma fram á tónleikum í Kaldalóni. Að auki mun sellóleikarinn Emma Petruska koma þar fram.

Sígildir sunnudagar 2020 – 2021