Tix.is

Um viðburðinn

Hannesarholt hlúir að innsta kjarna íslenskrar menningar, sönghefðinni, og býður uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks, eins og við höfum gert frá stofnun 2013. Streymt er frá stundinni á fésbókarsíðu Hannesarholts, en einnig eru gestir velkomnir þegar sóttvarnir leyfa. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem greiða 1000 króna aðgangseyri.

Sesselja Magnúsdóttir eða Sessý eins og hún er kölluð, stjórnar söngstundinni í annað sinn í Hannesarholti sunnudaginn 14.febrúar kl.14, með aðstoð Hörpu okkar Þorvaldsdóttur sem leikur á flygilinn. Sessý hefur sungið í yfir tvo áratugi, í hljómseitum, dúettum, við veisluhöld og víðar. Hún hefur tekið lagið með mörgum af fremstu tónlistarmönnum landsins, sungið inná disk með Friðriki Karlssyni (Móðir og barn), tekið þátt í fyrstu Idol Stjörnuleikinni og komið fram um allt land. Sessý syngur nánast allar tegundir tónlistar, en blús, jazz, latíntónlist og popp verður oftast fyrir valinu. Sessý starfar við söng og söngkennslu, hún hefur kennt krökkum á söngnámskeiðum undanfarin ár, fyrst hjá Maríu Björk og svo á eigin vegum. kjlkjlækjlækjlækjlæjælkjælkjækljlkjælj

Sessý finnst að allir ættu að syngja sem finnst það gaman, burtséð frá getu og reynslu og er hún því sérstaklega glöð að fá að taka þátt í samsöng Hannesarholts. Að syngja er heilandi og gefandi, ber ávöxt innra með okkur og það að syngja saman í hóp hefur sérstaklega góð áhrif.

Sessý lærði klassískt á píano í sjö ár sem barn og unglingur m.a. hjá Rögnvaldi og svo síðustu árin hjá Önnu Þorgrímsdóttur, tók þátt í söngstarfi í grunn- og menntaskóla, stundaði nám á tónmenntalínu Menntavísindasviðs HÍ og kláraði ársnám hjá Complete Vocal Tecnique í Kaupmannahöfn í prógrammi fyrir pro og semi-pro söngvara.

Veitingastofurnar eru opnar frá 11.30-17 alla daga nema. Helgardögurður framreiddur til kl.14.30.