Tix.is

Um viðburðinn

BAKAÐU ÞÍNA EIGIN KRANSAKÖKU

Eins og undanfarin ár bjóðum við upp á hin vinsælu kransakökunámskeið Blómavals og að þessu sinni er það í gegnum fjarfundarbúnað.

FYRIRKOMULAG NÁMSKEIÐA

Undir leiðsögn Halldórs Kr. Sigurðssonar bakara og konditor, í gegnum Teams fundarforritið, býr hver og einn þátttakandi til 40 manna kransaköku, heima í sínu eigin eldhúsi. Þessa kransaköku er hægt að frysta í allt að 6 mánuði og bjóða upp á þegar það hentar hverjum og einum.

Innifalið í námskeiðagjaldi er hráefni (deig) sem að þátttakendur nálgast í Blómaval en framvísa þarf miðanum á námskeiðið til að fá deigið afhent.  Einnig er hægt að kaupa auka deig sem er afhent í Blómaval. Takmarkaður fjöldi er á hverju námskeiði þar sem hver og einn nýtur leiðsagnar Halldórs með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Því er mikilvægt að hafa myndavél opna svo hann geti fylgst með framvindu baksturs hjá þátttakendum. Búnaður sem að þarf að hafa er blásturs heimilisofn, tvær skúffuköku bökunarplötur með bökunarpappír, málmband, einhvers konar tertuspaða og að sjálfsögðu deigið. Hægt verður að nálgast myndband, þar sem sýnt verður hvernig kakan er sett saman.

Fundarboð á námskeiðið er sent á uppgefið netfang þátttakanda sólarhring áður en námskeiðið hefst.

Hvert námskeið tekur um 90-120 mínútur. Þátttökugjald er 8.990 kr.

 


https://www.facebook.com/konfektnamskeid