Tix.is

Um viðburðinn

Edda Erlendsdóttir, píanóleikari, heldur einleikstónleika í Hörpu, en um þessar mundir kemur út nýr geisladiskur þar sem Edda leikur þrjár sónötur eftir Schubert frá árinu 1817. Fyrirhugað var að tónleikarnir færu fram 31. janúar 2021 en þann dag eru liðin 224 ár frá fæðingu Schuberts. Sökum COVID-19 var tónleikunum frestað til miðvikudagsins 17. mars.

Á tónleikunum mun hún leika verk eftir C.P.E. Bach, Schubert, Messiaen, Dutilleux og Grieg.

Edda hélt sína fyrstu einleikstónleika í janúar 1981 á Kjarvalsstöðum þar sem hún flutti verk eftir Schubert, Schumann, Schönberg, Webern og Alban Berg.

Hún hefur á löngum og farsælum ferli haldið fjölda tónleika og gefið út geisladiska sem hlotið hafa viðurkenningu og lof, m.a. Íslensku Tónlistarverðlaunin.

Sígildir sunnudagar 2020 – 2021