Tix.is

Um viðburðinn

Loksins er nýtt ár gengið í garð!
Til þess að fagna tímabærum dauða 2020 hafa uppáhalds grín grísirnir ykkar í VHS smalað saman nokkrum af fyndnustu og frábærustu grínistum landsins til þess að prófa nýja brandara.

Miðaverði er stillt í hóf og gestum er skipt í hólf! Öllum sóttvarnarviðmiðum verður fylgt í ystu æsar og verður því takmarkað sætaframboð, tryggið ykkur miða sem allra, allra fyrst.

ATH! Til að hámarka sætanýtingu í takmörkuðu sætaframboði áskilur Tjarnarbíó sér rétt til að færa leikhúsgesti til í salnum eftir að miðar hafa verið keyptir. Við gætum þess að hafa tilfærslurnar minnihátar.