Tix.is

Um viðburðinn

Á þessum tónleikum flytur tónlistarhópurinn Fantasía Flamenca hefðbundna flamencotónlist í bland við nýrri verk. Tónmál og taktur flamenco- tónlistarinnar eru frábrugðn því sem við erum vön að heyra. Það er gjarnan sungið um ólgandi ástir og harmþrungna þrá um betra líf.

Efnisskráin inniheldur ýmsar stíltegundir flamenco tónlistarinnar og ólík form hennar, meðal annars Bulerias, Soleares, Dansa Mora og Tangos. Flutt verða verk eftir nokkra helstu meistara þessarar tónlistarhefðar Andalúsíu, þar á meðal Paco de Lucia, Paco Cepro og Estrella Morente, en þau eru meðal fremstu tónlistarmanna flamenco-tónlistar. Á tónleikunum flytur hópurinn einnig nýrri verk eftir Símon H. Ívarsson.

Áhugafólk um flamenco tónlist ætti ekki að láta þessa tónleika fram hjá sér fara.

Fantasía Flamenca er hópur tónlistarmanna sem hefur sérhæft sig í að flytja hin ýmsu form flamenco-tónlistar og vill nýta þessa þekkingu sína til tónleikahalds og verkefna á Íslandi. Sveitin hefur kallað til sín á tónleikum flamenco dansara til að glæða nýju lífi í tónlistina og hefur hvarvetna hlotið mikið lof.

Hljómsveitina skipa gítarleikararnir Símon H. Ívarsson og Ívar Símonarson, söngkonan Ástrún Friðbjörnsdóttir, Kristberg Jóhannsson , slagverksleikari og Hrafnkell Sighvatsson bassaleikari.

Tónleikarnir fara fram innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar í Hörpu 2020 – 2021.