Tix.is

  • Frá 19. febrúar
  • Til 21. mars
  • 29 dagsetningar
Miðaverð:30.000 kr.
Um viðburðinn

Söngkonan Ösp Eldjárn syngur frumsamda tónlist sem lýsa mætti sem draumkenndu "folk", sem tengir saman norræna, keltneska og ameríska þjóðlagatónlist. Plata hennar "Tales from a poplar tree" kom út árið 2017 og var hún tilnefnd sem þjóðlagaplata ársins á íslensku tónlistarverlaununum 2018. Ösp bjó í London í 6 ár þar sem hún starfaði sem söngkona og varð tónlistarsköpun hennar undir talsverðum áhrifum frá þjóðlaga og vísna senunni þar. Efnisskráin samanstendur af lögum Aspar. Einnig er hægt að biðja um annað prógram sem samanstendur af íslenskum dægurlagaperlum í bland við jazz standarda í anda Ellu Fizgerald, en Ösp starfaði meðal annars í jazz hljómsveitinni Good as Gold þegar hún bjó í Lundúnum.