Tix.is

  • 23. desember
Um viðburðinn

VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA: STREYMI ÁFRAM TIL SÖLU Á TIX TIL 11. JANÚAR

Takk kærlega fyrir frábæra skemmtun á Þorláksmessu. Miðasala fyrir streymi á Tix.is heldur áfram og verður sú sala opin til 11. janúar. Eftir að streymiskóður hefi verið virkjaður er hægt að horfa að vild í 48 klukkustundir.

ATH: Viðburður í sölu á Tix þarf alltaf að hafa einhverja dagsetningu og þess vegna er dagsetning nú á viðburðinum “11. janúar”, en það er síðasti dagur til að kaupa streymismiða.

Söngkonan Jóhanna Guðrún heldur þorláksmessutónleika í beinni frá Garðakirkju, heima í stofu hjá þér, miðvikudaginn 23. desember.

Með Jóhönnu verður gítarleikarinn Davíð Sigurgeirsson.

Jóhanna og Davíð ætla að skapa notalega jólastemningu og flytja sín uppáhalds jólalög í fallegum útsetningum fyrir gítar og söng, í beinni frá einni fallegustu kirkju landsins.

Aðeins þarf að kaupa einn miða fyrir hvert heimili.

Streymið er aðgengilegt í gegnum vafra í hvaða nettengda tæki sem er og einnig er einfalt að varpa því í sjónvarp í gegnum tæki á borð við Chromecast eða AppleTV.

Heimasíða tónleikanna: senalive.is/johanna
Svör við algengum spurningum: senalive.is/johanna-svor