Tix.is

  • 23. desember
Um viðburðinn

VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA: STREYMI ÁFRAM TIL SÖLU Á TIX TIL 11. JANÚAR

Takk kærlega fyrir frábæra skemmtun á Þorláksmessu. Miðasala fyrir streymi á Tix.is heldur áfram og verður sú sala opin til 11. janúar. Eftir að streymiskóður hefi verið virkjaður er hægt að horfa að vild í 48 klukkustundir.

ATH: Viðburður í sölu á Tix þarf alltaf að hafa einhverja dagsetningu og þess vegna er dagsetning nú á viðburðinum “11. janúar”, en það er síðasti dagur til að kaupa streymismiða.

Bubbi ætlar að halda sína víðfrægu og margrómuðu Þorláksmessutónleika í beinni frá Bæjarbíói, heima í stofu hjá þér. Allir landsmenn er velkomnir í gegnum netstreymi, eða myndlykla Símans og Vodafone en öll miðasala fer fram á Tix.is. Tónleikarnir verða þannig aðgengilegir um allt land og allan heim.

Tónleikarnir hefjast kl. 22, eru um 90 mínútur að lengd og búast má við því að Bubbi taki alla sína stærstu smelli frá einstökum 40 ára ferli.

Þú horfir þar sem þér hentar og í boði eru þrjár leiðir. Þú velur þá miðatýpu sem þér hentar og færð kóða sem virkar annað hvort í myndlyklum Símans eða Vodafone, eða í vefstreymi sem aðgengilegt er um allan heim. Streymið er aðgengilegt í gegnum vafra í hvaða nettengda tæki sem er og einnig er einfalt að varpa því í sjónvarp í gegnum tæki á borð við Chromecast eða AppleTV. Vinsamlegast athugið að hver kóði gildir aðeins í einu kerfi.

Heimasíða tónleikanna: senalive.is/bubbi 
Svör við algengum spurningum: senalive.is/bubbi-svor