Tix.is

Um viðburðinn

Matur og meððí - heima! Hinn sívinsæli Deli-pakki Vínstúkunnar og fjölbreyttur burlesk-kabarett - frábært laugardagskvöld! Vínstúkan og Reykjavík Kabarett taka höndum saman í samkomutakmörkunum og bjóða upp á dagamun og hlaðborð fyrir langflest skynfærin heima í stofu. Við hvetjum fólk til að klæða sig upp!

Fram koma:
Hin ómótstæðilega Nadia, fagurlimuðu fimleikamennirnir og skemmtikraftakarlarnir Nonni og Sindri, Lalli töframaður, dragstjarnan Gógó Starr, sjóðheita húllamærin Bobbie Michelle og burleskdrottningin Margrét Maack. Þetta er fullorðinssýning.

Matur og sýning fyrir tvö: 10.900 kr

Matur og sýning fyrir tvö með heimsendingu: 11.900

Miði á streymissýningu eingöngu án matar: 2500

- Síðasti séns að panta matarveisluna er kl. 12 á hádegi 5. desember. -

Hver matarpakki er fyrir tvo - matur og sýning - og kostar 10.900 krónur ef sótt er, 11.900 með heimsendingu á Höfuðborgarsvæðinu. 

Ef þér veljið að sækja nærðu í pakkann milli kl. 18 og 20 á Vínstúkunni Tíu sopum. Maturinn samanstendur af ostum og charcutterie, hann þarf ekki að hita upp, eingöngu raða honum fallega. Ef um er að ræða sérþarfir er ekkert mál að verða við þeim (kjötlaust, vegan o.s.frv. - bara láta Vínstúkuna vita). 

Einnig er hægt að kaupa miða eingöngu á streymissýninguna.

Sýningin er svo í beinni útsendingu kl. 21 frá Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Skjáskot sér um útsendinguna. Gestir fá hlekk sendan á það tölvupóstfang sem þeir gefa upp við kaupin og berst hlekkurinn kl. hálf níu. 

Mikilvægt ef þú pantar heimsendingu: Á sýningardegi höfum við samband við yður um hvenær er hægt að aka matnum til yðar. Þegar gengið er frá miðakaupum er því mikilvægt að þér skráið rétt símanúmer og heimilisfang.