Tix.is

  • Reykjavík 29. október
Miðaverð:7.990 - 14.990 kr.
Um viðburðinn

Jóhanna Guðrún og frábær leikari sem verður tilkynnur á næstu vikum verða eitt þekktasta par sögunnar í Grease tónleikasýningu.

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og frábær leikari í hlutverki Danny Zuko munu saman bregða sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease í Laugardalshöll laugardagskvöldið 29. október 2022 og 13. apríl 2022 í Íþróttahöllinni á Akureyri í samstarfi við handknattleikdeild Þórs.

Jóhanna Guðrún verður í hlutverki Sandy, sem bresk-ástralska leik- og söngkonan Olivia Newton-John lék, og gerði hana heimsfræga.

„Það er algjör draumur að taka þátt", segir Jóhanna Guðrún, sem er spennt fyrir hlutverkinu, en hún hefur áður tekið þátt í uppfærslum á lögum ABBA. „Svo er ég brjálaður Grease aðdáandi frá blautu barnsbeini.

Aðspurð segir hún að uppáhalds lag hennar úr kvikmyndinni sé Hopelessly Devoted To You. „Ég elska öll lögin úr myndinni, en ef ég verð að velja eitt þá er það Hopelessly Devoted To You, það er svo fallegt og mikið söngkonu lag.”

Nýr leikari verður tilkynntur á næstu vikum sem verður í hlutverki Danny, sem bandaríski töffarinn og dansarinn John Travolta lék og heillaði okkur upp úr skónum.

Stefanía Svavarsdóttir, söngkona, sem áður hefur meðal annars tekið þátt í ABBA uppfærslum með Jóhönnu Guðrúnu, og Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar DIMMU verða Jóhönnu Guðrúnu og Ingó til halds og trausts, auk söngvara og annars listafólks, sem munu sjá til þess að engu verður til sparað á tónleikunum í Laugardalshöll til að gera upplifun og skemmtun gesta sem allra mesta.

Tónleikarnir verða fullir af gleði þar sem Jóhanna Guðrún, Ingó og aðrir leikarar, dansarar og átta manna hljómsveit sem skipuð er topp tónlistarmönnum, auk myndbanda á risaskjáum, munu fá að njóta sín í frábæru hljóði og ljósi.

Aðeins er selt í stúku og sæti á gólfi og því um takmarkað magn miða að ræða.

Umsjón: Nordic Live Event´s