Tix.is

  • 16. jún. - kl. 19:00
Miðaverð:4.990 - 8.990 kr.
Um viðburðinn

Í tilefni af 30 ára útgáfuafmæli meistarastykkisins LUCKY ONE verða tónleikar í Háskólabíói 16. júní 2021.

Þar mun KK ásamt öllum þeim sem spiluðu með honum inn á plötuna á sínum tíma koma fram.

LUCKY ONE kom út síðla árs 1991, seldist í bílförmum og fór í gullsölu. Platan fékk góða dóma og fékk gríðarlega mikla spilun í útvarpi. Enn þann daginn í dag heyrast lög af plötunni mjög reglulega á öldum ljósvakans.

Árið 1991 var KK nýfluttur til landsins frá Svíþjóð og var óþekkt stærð í lista- og menningalífi landsins. Það átti þó eftir að vara stutt enda sló platan hressilega í gegn og KK varð að þjóðareign á einni nóttu.

Öll lög og textar á plötunni (fyrir utan eitt) eru eftir KK. Upptökustjórn var í höndum Eyþórs Gunnarssonar.

Á sviðinu í Háskólabíói ásamt KK verða:

* Eyþór Gunnars – hljómborð
* Þorleifur Guðjónsson – bassa
* Guðmundur Pétursson – Gítar
* Sigtryggur Baldurs & Matthías Hemstock – trommur

Auk annarra gesta sem tilkynntir verða síðar.

Ásamt því að spila plötuna í heild sinni mun KK að sjálfsögðu spila sína stærstu og vinsælustu smelli í gegnum tíðina.

Hér er um algjört einsdæmi að ræða og eru þetta tónleikar sem sannir KK aðdáendur ættu alls ekki láta framhjá sér fara.  

Samhliða tónleikunum verður LUCKY ONE gefin út á vínil

Miðaverð frá 4.990 kr