Tix.is

Um viðburðinn

Bresk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir bjórsmökkun í samstarfi við Bruggsmiðjuna Kalda og Stefán Pálsson, sagn- og bjórsérfræðing.  Um er að ræða skemmtikvöld í netheimum fyrir bæði íslenskt og breskt bjóráhugafólk. Öllum áhugasömum er velkomið að taka þátt. 

Yfirbruggari, Sigurður Bragi Ólafsson, mun stýra smökkuninni með okkur og segja sögur af framleiðslu og þróun þeirra fjögurra bjórtegunda sem eru í smakk-pakkanum sem fylgir gefins þegar bjórglas er keypt þ.e. Jóla Kaldi, Jóla Kaldi Léttöl, Súkkulaði Porter og Kaldi Triple.

Stefán Pálsson fer yfir sögu bjórs á Íslandi og mikilvægi hans í íslenskri menningu í stuttu og skemmtilegu máli. Stefán er annar höfundur Bjórbókarinnar auk þess sem hann var kennari í Bjórskólanum.

Afhending:
Ganga þarf frá kaupum á miða á tix.is fyrir 29. nóvember n.k. Pakkann getur þú fengið sendan heim að dyrum eða sótt hann á næsta pósthús.

Viðburðurinn fer fram á ensku.