Tix.is

Um viðburðinn

Sigurður Flosason, saxófónn
Andrés Þór Gunnlaugsson, gítar
Agnar Már Magnússon, píanó
Þorgrímur Jónsson, bassi
Scott McLemore, trommur

Gítarleikarinn Andrés Þór leiðir hér kvintett sinn sem er skipaður einvala liði hljóðfæraleikara í gegnum nýjar tónsmíðar sem margar hverjar eru innblásnar af vangaveltum um himinhvolfið og brúðumeistarann í bland við nokkur eldri áður útgefin verk höfundar. Tónlistin sækir áhrif sín víðs vegar að, allt frá þjóðlagatónlist ýmiskonar til nostalgískrar rokktónlistar og er steypt í mót nýmóðins beinstefnujazztónlistar.