Tix.is

Um viðburðinn

Viðburðurinn hefur verið færður yfir í streymi - nánari upplýsingar hér:  https://www.momenthouse.com/co/eitthva-fallegt 

Söngvaskáldin Ragnheiður Gröndal, Kristjana Stefáns og Svavar Knútur munu halda jólatónleika í desember, undir yfirskriftinni Eitthvað fallegt.

Tónleikarnir heita eftir samnefndri hljómplötu þeirra sem kom út hjá Dimmu útgáfu árið 2014.

Á tónleikunum kennir ýmissa grasa úr jólagarðinum, bæði verða flutt sígild íslensk jólalög og nokkur frumsamin lög eftir listafólkið og er áherslan lögð á látleysi, einfaldleika og einlægni í flutningi. Allur hljóðfæraleikur er í höndum tríósins og er hljóðheiminum þannig haldið eins lágstemmdum og mögulegt er.

Ragnheiður, Kristjana og Svavar leggja uppúr því að stemmningin á tónleikunum verði líkust kvöldvöku eða góðri samverustund. Þetta á því að vera hin fínasta stund fyrir alla fjölskylduna.

Tónleikarnir verða á eftirfarandi dögum og stöðum:
16. des kl. 20 - Bjarteyjarsandur, Hvalfirði
17. des kl. 20 - Eyvindartunga, Laugarvatni
18. des kl. 21 - Skyrgerðin, Hveragerði
19. des kl. 17 og 21 - Neskirkja, Reykjavík
20. des kl. 17 og  21- Fríkirkjan í Hafnarfirði

Miðaverð á tónleikana er kr. 4.000 en ókeypis er fyrir börn 14 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Þá er sérstakur afsláttur fyrir eldri borgara, öryrkja og atvinnulausa.

Hluti miðaverðs tónleikanna rennur til góðs málefnis.