Tix.is

Um viðburðinn

Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru ávallt sérstakt gleðiefni, því þá hljómar hátíðleg tónlist eftir meistara barokksins frá 17. og 18. öld sem ekki eru daglega á efnisskrám sinfóníuhljómsveita. Á þessari jólalegu efnisskrá verður meðal annars konsert fyrir tvær fiðlur eftir Vivaldi, í flutningi hjónanna Veru Panitch og Páls Palomares, en þau spiluðu sig inn í hjörtu landsmanna fyrr á árinu ásamt ungum tvíburum sínum. Einnig mun Jacek Karwan, kontrabassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, leika glæsilegan konsert eftir ítalska tónskáldið Giovanni Bottesini. Nánari efnisskrá verður kynnt síðar en meðal annars verða á efnisskránni verk eftir barokkmeistarana Händel og Bach.

Miðasala hefst mánudaginn 5. október kl. 13
Í samræmi við sóttvarnarlög verður sætaframboð á þessa tónleika takmarkað og eitt autt sæti milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Við biðjum tónleikagesti að gæta vel að sóttvarnarreglum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er á tónleikana.

EFNISSKRÁ
Antonio Vivaldi Konsert fyrir tvær fiðlur í a-moll
Giovanni Bottesini Konsert fyrir kontrabassa nr. 2
Efnisskrá kynnt nánar síðar

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Tilkynnt síðar

EINLEIKARAR
Vera Panitch fiðla
Páll Palomares fiðla
Jacek Karwan kontrabassi