Tix.is

Um viðburðinn

Jón Gnarr stígur á svið í Samkomuhúsinu nú í nóvember með Kvöldvöku sína sem gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu veturinn 2019. Þetta er einstök sýning þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að heyra sannar en lygilegar sögur frá hans langa og viðburðaríka ferli. Fáir segja sögur eins skemmtilega og Jón og enn færri hafa frá jafn mörgu athyglisverðu að segja. Hann hefur komið víða við með Tvíhöfða, Fóstbræðrum, sem grínisti, rithöfundur og auðvitað sem borgarstjóri Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt.

Á Kvöldvökunni ætlar sagnamaðurinn Jón að segja sögur af sínu lífi og má með sanni segja að sumt af því sem hann hefur upplifað er alveg hreint lygilegt. Meðal þess er þegar hann var afklæddur á hommaklúbbi í New York, þegar hann átti notalegt spjall við íslenskan nasista sem hitti Hitler, apakött sem kom til Íslands og maðurinn sem hélt að Jón væri í alvörunni Lottó-vinningshafinn Lýður Oddsson

Það er alveg víst að engin Kvöldvaka með Jóni er nákvæmlega eins. Hvert kvöld verður einstök upplifun þar sem sagnahefðin og frásagnargleðin mun ráða ríkjum. Sumar sögurnar hafa einhverjir heyrt hann segja í útvarpinu en flestar hafa aldrei heyrst áður