Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin MAMMÚT býður þér í veislu í Gamla Bíó þann 7. Nóvember 2020. Í tíu klukkutíma mun sveitin flytja efni af nýjustu breiðskífu sinni Ride the Fire í bland við valin lög af fyrri plötum sveitarinnar, Kinder Versions, Komdu til mín Svarta Systir og Karkari. Deginum er skipt í tvennt, og er gestum boðið að kaupa miða á fyrri eða seinni helming. Það er frítt inn fyrir 15 ára og yngri á fyrri viðburð en 20 ára aldurstakmark á þann seinni, en gestir geta komið og farið að vild innan tímaramma helminganna. Á milli flutninga hjá sveitinni munu koma fram ýmsir gestir sem tilkynntir verða í aðdraganda viðburðarins.

Breiðskífan Ride the Fire kemur út þann 23. október á vegum Record Records og Karkari Records. Hún var tekin upp í London og á Íslandi árið 2019 af pródúsernum Árna Hjörvari Árnasyni, hljóðblönduð af Sam Slater, og hljómjöfnuð af Mandy Parnell.

Sveitin stefnir á allsherjar uppskeruhátíð og lofar sannkölluðu tónlistarmaraþoni og ógleymanlegum degi í Gamla Bíó, allir velkomnir.
Ítrustu sóttvarna verður gætt og vel fylgst með fjölda gesta.

http://www.mammut.is/

https://www.instagram.com/mammutmusic/

https://www.facebook.com/mammutmusic