Tix.is

Um viðburðinn

ATH! 

SÝNINGUNUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ OG EKKI HAFA VERIÐ ÁKVEÐNAR NÝJAR DAGSETNINGAR ENNÞÁ - TILKYNNT VERÐUR UM ÞÆR UM LEIÐ OG MÖGULEIKI ER.Örverkahátíðin ÉG BÝÐ MIG FRAM snýr aftur með seríu 3: Á milli stunda. Eins og nafnið bendir til um munu örverkin varpa ljósi á venjulegu stundirnar og fagna hversdagsleikanum á ljóðrænan og hugmyndaríkan hátt. Sýningin verður færð yfir í óhefðbundið leikrými og sett upp sem safn af eðlileika sem á einstaklega vel við á þessum tímum sem við lifum. Þessi einstaki viðburður, eini sinnar tegundar á Íslandi, tvinnar saman dans, leik og söng í formi mismunandi örverka.

Fyrri seríur ÉG BÝÐ MIG FRAM fóru þannig fram að Unnur Elísabet, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, bauð sig fram til þess að flytja örverk eftir listafólk þvert yfir listsviðið. Að þessu sinni er hugmyndinni snúið við, og eru það listamenn sem bjóða sig fram til þess að flytja heildstæða sýningu samsetta úr örverkum eftir Unni Elísabetu. Áhorfendum gefst kostur á að virða fyrir sér manneskjuna og ganga á milli einnar sögu til annarrar og upplifa þannig sitt eigið ferðalag. Sérstök augnablik, smásögur og einföld verkefni daglegs lífs eru sett á stall og endurtekin aftur og aftur.

Sería þrjú er styrkt af Reykjavíkurborg og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Sería tvö var valin besta sýningin á Reykjavík Fringe Festival 2019.

Sería eitt var tilnefnd til Grímunnar sem Sproti ársins 2018.

www.facebook.com/BYDMIGFRAM

https://www.instagram.com/eg_byd_mig_fram/

Sóttvarnir verða auðvitað alveg á hreinu á sýningum og nóg verður af spritti fyrir sýningagesti. Rýmið þvingar ekki gesti til að brjóta nálægðartakmörk og góð loftræsting er í rýminu. Boðið verður upp á grímur fyrir þá sem það kjósa.

Mjög takmarkaður sýningarfjöldi, fyrstir koma fyrstir fá!

Til að kaupa nemendamiða þá er hægt að hafa samband við okkur í gegnum info@tix.is eða í síma 551-3800 milli 12 og 16.