Tix.is

Um viðburðinn

Hannesarholt hlúir að sönghefðinni með því að bjóða uppá fjöldasöng í Hljóðbergi tvisvar í mánuði alla jafna yfir vetrarmánuðina. Textar birtast á tjaldi og allir taka undir.

Sunnudaginn 27.september kl.14 stóð til að Skotfjelagið stýrði söngnum, en það forfallast og heimilisfólkið í Hannesarholti hleypur undir bagga, Harpa Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir. Harpa er gestum Hannesarholts að góðu kunn, enda hefur hún haldið utanum söngstundirnar síðustu misseri, tónmenntakennari og tónlistarkona. Ragnheiður hefur tekið þátt í flestum söngstundum í Hannesarholti frá upphafi og hefur notið þess að syngja í kórum megnið af ævinni. Báðar hafa þær brennandi áhuga á því að fá sem flesta í sönginn og jafnvel dansinn ef þannig liggur á fólki.

Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri. Streymt verður frá viðburðinum fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Veitingastofur Hannesarholts eru opnar frá 11:30-17 á sunnudögum og helgardögurður er framreiddur til 14.:30.