Tix.is

Um viðburðinn

APPARITION

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, söngur
Kunal Lahiry, píanó
Marta Hlín Þorsteinsdóttir, dans
Viktor Orri Árnason, fiðla
Guðbjartur Hákonarson, fiðla
Lucja Koczot, víóla
Júlía Mogensen, selló

Apparition er lifandi viðburður þar sem saman fléttast tón-, dans- og sjónlistir. Flytjendur eru söngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og píanóleikarinn Kunal Lahiry auk dansarans Mörtu Hlínar Þorsteinsdóttur.

Á listviðburðinum hljómar ljóðaflokkurinn Apparition eftir bandaríska tónskáldið George Crumb og sönglög eftir finnska tónskáldið Jean Sibelius. Að auki frumflytja Álfheiður og Kunal verk eftir bandaríska tónskáldið Nico Muhly sem samið var fyrir þau og nýjar útsetningar eftir tónskáldið Viktor Orra Árnason fyrir píanókvintett og söng.

Álfheiður Erla og Kunal Lahiry hafa starfað saman síðastliðin fimm ár en þau kynntust í Hanns Eisler tónlistarháskólanum í Berlín þar sem þau stunduðu nám hjá píanóleikaranum Wolfram Rieger. Þau voru valin til þess að taka þátt í SongStudio 2019 sem er meistaranámskeið á vegum sópransöngkonunnar Renée Fleming og komu fram á tónleikum í Carnegie Hall Weill Music Room í New York. Nýlega hlutu þau styrk frá Musikfonds fyrir tónleika kvikmyndina Homescapes sem þau framleiddu í Berlín árið 2020.

Álfheiður Erla hefur fengið mikið lof fyrir söng og leik sinn m.a. í Staatsoper Berlin og Theater Basel og nýlega með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún vann til verðlauna í alþjóðlegu Haydn söngkeppninni og hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. styrk frá tónlistarsjóði Rótarý og Ingjaldssjóði.

Bandarísk-indverski píanóleikarinn Kunal Lahiry hefur leikið víða á síðastliðnum árum, m.a. í Wigmore Hall, Pierre Boulez Saal, Festival d’Aix-en-Provence og Musée d’Orsay. Hann hefur notið leiðsagnar Walter Hautzig, Kyoko Hashimoto, Susan Manoff og Thomas Hampson.

Viðburðurinn er styrktur af Styrktarsjóði Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, Ýli tónlistarsjóði Hörpu og Tónlistarsjóði Rannís.

Tónleikarnir voru upphaflega á dagskrá sunnudaginn 29. nóvember 2020, sem hluti af Sígildum sunnudögum 2020 – 2021, en voru færðir vegna COVID-19.