Tix.is

Um viðburðinn

Kvintettinn Hviða kemur fram á Sígildum sunnudegi í Norðurljósum. Hviða er nýstofnaður blásarakvintett sem er starfandi í Reykjavík. Meðlimir kvintettsins kynntust við störf í Sinfóníuhljómsveit Íslands og önnur samspilsstörf.

Fyrstu tónleikar kvintettsins fóru fram í Eldborg í apríl síðastliðnum sem hluti af tónleikaröðinni Heima í Hörpu.

Á efnisskrá Hviðu á Sígildum sunnudögum verða flutt verk eftir Carl Nielsen, Irving Fine og Samuel Barber.

Hviðu skipa:
Julia Hantschel, óbó
Björg Brjánsdóttir, flauta
Finn Schofield, klarinett
Bryndís Þórsdóttir, fagott
Frank Hammarin, horn

Sígildir sunnudagar 2020 – 2021