Tix.is

Um viðburðinn

Margrét Eir - jólatónleikar heim til þín.

Njóttu þessa að hlýða á fallega jólatóna frá Margréti Eir og hljómsveit heima í stofu.
Falleg aðventustemning verður í fyrirrúmi á einstaklega hugljúfum tónleikum.

Þetta verður kvöld til að hverfa frá amstri hversdagsins og losa um allt jólastress með fallegri og slakandi jólatónlist.


Fyrir streymi:

Streymislinkur verður sendur á netfang sama dag og miði er keyptur.

Aðgangur kostar aðeins kr. 3500, -  


Tónleikarnir verða sendir út frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði.


Hljóðfæraleikarar:

Börkur Hrafn Birgirsson, Daði Birgisson og Einar Scheving


Kveðja frá Margréti:

,,Mér þykir það miður að komast ekki beint til ykkar en ég gæti ekki haldið jólin án þess að fá að syngja fyrir ykkur. Tónleikar hafa verið partur af minni aðventu frá því ég man eftir mér sem lítil stúlka í kór. Ég hef fengið með mér frábært fólk til að flytja ykkur mína uppáhalds jólatónlist frá heimakirkju minni í Hafnarfirði.

Jólin eru tími til að hugsa um það sem okkur er mikilvægast og fólkið sem er okkur kærast.

Það er gott að geta hallað sér aftur, lokað augunum, slakað á og gleymt sér í smá stund undir fallegri tónlist. Þá geta jólin komið.
Hlakka til að vera með ykkur.”