Tix.is

Um viðburðinn

In Duo With er tónleikaröð þar sem Ingi Bjarni píanóleikari fær til sín gesti í Hannesarholt. Gestur á þessum tónleikum fimmtudaginn 17.september 2020 er trommarinn Magnús Trygvason Eliassen. Magnús hefur komið víða við og gert margt á sínum ferli. Hann hefur t.a.m. leikið með ADHD, amiinu, Moses Hightower, K-tríó og svo mætti lengi telja.

Tónleikaröðin leggur áherslu á íslenskt tónlistarfólk sem fæst við spunatónlist af ýmsum toga. Ingi Bjarni leiðir stutt spjall við gestina þar sem spjallað er um tónlistarsköpun, tónlistarferil viðkomandi, spuna og fleira. Eftir spjallið spila Ingi Bjarni og gesturinn saman. Tónlistin er annað hvort eftir gestinn eða spunnin á staðnum. Alls verða sex tónleikar á tónleikaröðinni.

Myndbandsupptökur frá tónleikunum verða jafnóðum settar á YouTube og spjallið textað á ensku. Þessi YouTube þáttargerð In Duo With er styrkt af Tónlistarsjóði.

Borðapantanir í kvöldverð á undan í síma 511-1904.