Tix.is

Um viðburðinn

Fyrir tuttugu árum gaf Kristjana Arngrímsdóttir út sinn fyrsta sólódisk
"Þvílík er ástin" og fékk þar til liðs við sig frábæra tónlistamenn, þá
Daníel Þorsteinsson píanóleikara, Jón Rafnsson kontrabassaleikara og
Kristján Eldjárn Þórarinsson gítarleikara sem að auki sá um flestar
útsetningar. Þessi geisladiskur hefur verið ófáanlegur í allmörg ár, en
er nú heyranlegur á tónlistarveitunni Spotify –
https://open.spotify.com/album/2sjsjuEsvlDHI1r2gjqvGh

Af þessu tilefni verður því blásið til veislu og haldnir afmælis- og
útgáfutónleikar föstudagskvöldið 25.september í Bergi á Dalvík og um
leið heiðruð minning Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar. Tónleikarnir eru
liður í tónleikaröðinni „Gestaboð Kristjönu“ og gestur hennar verður
gítarleikarinn Kristján Edelstein. Með þeim leika áðurnefndir Daníel
Þorsteinsson og Jón Rafnsson.