Tix.is

Um viðburðinn

Þór Breiðfjörð og hið íslenska King Cole tríó endurtaka leikinn frá því í fyrra með einstaklega persónulegum jólatónleikum.

 

King Cole tríóið verður heiðrað, flutt verða öll helstu ljúflingslög Nat King Cole í gegnum árin en þó með sérstakri áherslu á þær jólaperlur sem urðu ódauðlegar í hans flutningi, lög á borð við The Christmas Song, O little town of Betlehem og O Holy Night.

Eflaust finna áheyrendur sömuleiðis þarna íslenskar jólaperlur í anda Nat King Cole, sem Þór hefur hljóðritað og flutt í gegnum árin, á borð við Gleðileg jól, ástin mín og Hin fyrstu jól. Í ár verður einnig kíkt eilítið í smiðju Frank Sinatra.

En að sjálfsögðu munu lög eins og Mona Lisa, When I Fall in Love,
Unforgettable, Nature Boy hljóma á tónleikunum.
Nat King Cole hefði orðið 100 ára á síðasta ári. King Cole tríóið var upphafið að velgengni hans; djassgítar, kontrabassi og svo Nat sjálfur syngjandi við píanóið.