Tix.is

Um viðburðinn

Markmið þessa námskeiðs er að leitast við að:

Kynna fyrir pörum samskiptaðferð sem notuð er í hjóna- og paravinnu sem er byggð á "Emotionally Focused Couple Therapy", en EFT aðferðin er gagnreynd meðferðarnálgun sem er unnin í parameðferð.

Eft aðferðin er kerfisbundin og gagnreynd aðferð sem er ætlað að draga úr streitu í parsamböndum og skapa traust tengsl þeirra á milli. Titill nálgunarinnar endurspeglar mikilvægi tilfinninga sem lykilatriði í innri upplifun og samskipta í ástarsamböndum.

Eitt af átakaefnum parsambandsins snýst um tilfinningalegt tengslaleysi. Við tökumst oft á við ótta okkar á þann hátt að það hræðir maka okkar – sem ýtir undir tengslaleysi. Afleiðingin er sú að við festumst í dansi mótmæla og fjarlægðar og töpum nándinni.

Eftir námskeiðið ertu komin með tæki og tól til að dýpka verulega tenginguna í parsambandinu

* Tilfinningaleg nærvera er lykilatriðið - ekki fullkomin frammistaða (stilltu þig inn).
* Ein af lykilspurningum í ástarsambandi er þessi: “Ertu til staðar fyrir mig?” Inntak þeirrar spurningu má útfæra á ýmsan hátt: “Skipti ég þig máli?”, “Get ég náð í þig?”, “Muntu bregðast við þegar ég kalla á þig?” "Muntu grípa mig ef ég teygi mig til þín".

* Varanlegt, öruggt, uppfyllandi, ástríðufullt samband er algjörlega mögulegt – ef við höfum kort.